Front page

mánudagur, 14. apríl 2014 - 10:45

Flugvallastarfsmenn gripu til vinnustöðvunar þann 8. apríl sl. og hafa boðað til frekari vinnustöðvunar 23. og 25. apríl næstkomandi. Einnig hefur verið boðað til verkfalls frá og með 30. apríl hafi ekki verið samið fyrir þann tíma. Fyrirséð er að komi til verkfalls mun það hafa mikil áhrif á flugferðir, þ.á.m. flug sem eru hluti af pakkaferðum (alferðir). Um réttindi flugfarþega í verkfalli hefur þegar verið fjallað um hér á síðunni en rétt er að skoða einnig rétt neytenda þegar verkföll hafa áhrif á alferðir.

Ef pakkaferðir falla niður vegna verkfalls
Föstudagur, 4. apríl 2014 - 16:15

Neytendasamtökunum hafa borist fyrirspurnir varðandi rétt flugfarþega ef af verkfalli flugvallastarfsmanna verður. Flugvallastarfsmenn hafa boðað vinnustöðvun frá kl. 4 til 9 að morgni dagana 8., 23. og 25. apríl næstkomandi ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Áætlað er að vinnustöðvunin muni hafa í för með sér þriggja til fjögurra klukkustunda seinkun á millilandarflugi í Keflavík og um tveggja klukkustunda seinkun á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA.

Verkföll og réttindi flugfarþega
Föstudagur, 4. apríl 2014 - 11:30

Stjórn Neytendasamtakanna hefur samþykkt svohljóðandi ályktun:

Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að samtökunum hafi ekki verið gefinn kostur á að skipa fulltrúa í starfshóp landbúnaðarráðherra sem á að endurskoða tollalöggjöf á sviði landbúnaðarmála. Stjórnin telur það jafnframt óvirðingu við Neytendasamtökin að ráðherra sjái ekki ástæðu til að svara ítrekuðum erindum samtakanna þar sem óskað var eftir að fulltrúi þeirra yrði skipaður í þennan mikilvæga starfshóp.

Áskorun á landbúnaðarráðherra
mánudagur, 31. mars 2014 - 10:30

Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna skal kjör formanns fara fram það ár sem reglulegt þing Neytendasamtakanna er haldið. Í 14. grein laga Neytendasamtakanna segir svo um kjör formanns: „Framboð til formanns skulu berast stjórn Neytendasamtakanna eigi síðar en fyrir lok apríl þess árs sem reglulegt þing er haldið. Framboði til formanns skulu fylgja meðmæli 25 skuldlausra félagsmanna hið fæsta en 50 skuldlausra félagsmanna hið flesta.“

Kjör formanns Neytendasamtakanna

Pages