Front page

Fimmtudagur, 5. mars 2015 - 15:15

Um miðbik febrúarmánuð könnuðu Neytendasamtökin framboð á örbylgjuofnum og ryksugum. Í báðum tilvikum kom í ljós að úr mörgum gerðum er að velja.

Þannig fundust samtals 136 mismunandi gerðir örbylgjuofna, þar af voru flestir hefðbundnir örbylgjuofnar eða 72 tegundir, 48 örbylgjuofnana voru með grilli og loks 16 sambyggðir ofanr eða svokallaðir  „combiofnar“ en þeir eru bæði bæði örbylgju- og  bakstursofnar.

mánudagur, 2. mars 2015 - 12:45

Samkvæmt rannsóknum ítölsku neytendasamtakanna, Altroconsumo, fá neytendur misvísandi upplýsingar um eldsneytiseyðslu við kaup á bílum. Samkvæmt skoðun Altroconsumo héldu bílaframleiðendur því þannig fram að eldsneytisnotkun væri 20 til 50% minni en hún reyndist í raun vera, sem leiddi svo til þess að bíleigendur eyddu töluvert meiri fjármunum í eldsneyti en þeir gerðu ráð fyrir við kaupin. Bílarnir sem voru prófaðir voru Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI.

Föstudagur, 27. febrúar 2015 - 13:30

Neytendasamtökin hafa um árabil krafist þess að upprunaland komi fram á matvælum og er það í samræmi við sjónarmið meirihluta neytenda. Það var því fagnaðarefni þegar Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í janúar 2014 sáttmála þar sem innlendir framleiðendur og innflytjendur voru hvattir til að standa vel að merkingum matvæla með upprunalandi. Enda sé það forsenda þess að neytendur geti valið á upplýstan hátt.

Fimmtudagur, 12. febrúar 2015 - 14:45

Neytendasamtökin hafa fengið margar fyrirspurnir og kvartanir vegna reikninga frá fyrirtækinu Já, sem neytendur kannast kannski ekki endilega við að vera í viðskiptum við. Reikningurinn er vegna aukanafns í símaskrá, þ.e. þegar t.d. hjón eru bæði skráð fyrir sama heimasíma í símaskrá.  Birting aukanafns kostar 980 kr. á ári og færslugjaldið  er 80 kr. og reikningurinn því samtals 1060 kr.

Gjald fyrir aukanafn í símaskrá

Pages