Front page

Miðvikudagur, 1. apríl 2015 - 14:45

Lífræn flúorsambönd (yfirleitt skammstöfuð PFAA eða PFC) eru þrávirk efni sem hafa verið í notkun í meira en 50 ár. Samtals eru hundruð tegunda slíkra efna í notkun og nýjar bætast sífellt við. Algengustu tegundir efnanna eru í daglegu tali kallaðar PFOS og PFOA.

Rétt er að taka fram að þrátt fyrir nafnið eiga lífræn flúorsambönd ekkert sameiginlegt með flúor í tannkremi eða flúormengun frá álverum.

Lífræn flúorefni
Föstudagur, 20. mars 2015 - 10:45

Efnahags- framfarastofnunin (OECD) stendur nú fyrir átaki þar sem neytendur eru hvattir til að gæta vel að hreinsitöflum fyrir uppþvottavélar. Ástæðan er einföld,  þessar töflur eru smáar, litríkar og fara vel í lófa þannig að börn freistast til að leika sér að þeim og jafnvel setja þær í munninn. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar, enda mjög sterk efni í þessum töflum. Því þarf að gæta þess vel að geyma töflurnar þar sem börn ná ekki til þeirra.

Uppþvottavélatöflur
Fimmtudagur, 19. mars 2015 - 12:30

Nýtt Neytendablað er á leið til félagsmanna þessa dagana. Í blaðinu eru birtar gæðakannanir á örbylgjuofnum og ryksugum, auk þess sem fjallað er um nýlega rannsókn sem gefur til kynna að aukin krabbameinstíðni fylgi búsetu á háhita- og hitaveitusvæðum.

Neytendablaðið
Föstudagur, 13. mars 2015 - 16:45

Neytendasamtök um heim allan vekja athygli á alþjóðadegi neytendaréttar sem haldinn er 15. mars ár hvert. Í tilefni dagsins skera Consumer International (CI), Alþjóðasamtök neytenda, upp herör gegn ruslfæði. En lélegt fæði veldur gífurlegum heilsufarsvanda og dregur 11 milljónir manna til dauða árlega og heilbrigðiskerfi standa ekki undir tíðni lífstílssjúkdóma.

Pages