Front page


Þing Neytendasamtakanna 2014 verður haldið 27. september nk. í félagsheimili Skátafélagsins Kópa, Digranesvegi 79, Kópavogi og hefst það kl. 10:00 stundvíslega (skráning þingfulltrúa hefst kl. 09:30). Auk almennra þingstarfa leggur fráfarandi stjórn fram breytingar á lögum Neytendasamtakanna og sem kynntar eru á heimasíðu samtakanna (ns.is).

Í 9. gr. laga Neytendasamtakanna segir svo: Allir skuldlausir félagar Neytendasamtakanna geta verið þingfulltrúar á þingi samtakanna enda tilkynni þeir þátttöku með a.m.k. viku fyrirvara.

Félagsmenn eru hvattir til þess að nýta sér rétt sinn og hafa þannig áhrif á starf og stefnu Neytendasamtakanna. Þeir sem áhuga hafa á að sitja þingið eru beðnir um að tilkynna það til skrifstofu Neytendasamtakanna í síma 545 1200 eða í tölvupósti á netfangið ns@ns.is.

Þingskjöl verða birt á hér jafnóðum og þau eru tilbúin: Þing 2014


 

mánudagur, 22. september 2014 - 12:45

Um þessar mundir er nýtt Neytendablað að berast heim til félagsmanna. Fjölbreytt efni er í blaðinu að venju. Má þar nefna gæðakönnun á snjallsímum, umfjöllun um bótaskyldu vegna hálkuslysa hvort sem þau gerast inní verslunum eða fyrir utan þær, verðmerkingar í búðargluggum, daglegt líf án eiturefna og matarsóun.

Ítarleg markaðskönnun á farsímum sem gerð var í sumar er aðgengileg á heimasíðunni á læstum síðum fyrir félagsmenn og þar má einnig finna umfjöllun og töflu með gæðakönnun á snjallsímum.

Fékkstu Neytendablaðið?
Föstudagur, 19. september 2014 - 11:15

Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin sem eru í samstarfi um bættar upprunamerkingar matvæla.

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill betri upprunamerkingar matvæla
mánudagur, 15. september 2014 - 11:15

Fram kemur í fjárlagafrumvarpi næsta árs að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður úr 7% í 12%. Fram hefur komið að tekjulægstu heimilin verja 17,6% ráðstöfunartekna sinna í matar- og drykkjarvörur, á móti 10,7% hjá tekjuhæstu heimilunum. Neytendasamtökin mótmæla þessum áformum harðlega enda ljóst að þetta kemur verst niður á tekjulægri heimili.

Afstaða NS til breytinga á neyslusköttum
Miðvikudagur, 10. september 2014 - 14:15

Neytendasamtökin könnuðu verð og framboð á íbúðum sem auglýstar voru til leigu hinn 2. september sl. Einungis var leitað að leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu (þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ). Þá er ekki um að ræða tæmandi könnun á markaðnum heldur voru aðeins skoðaðar íbúðir sem voru auglýstar til leigu hjá leiga.is, Leigulistanum, húsaleiga.is, á mbl.is og visir.is, en einnig er algengt að íbúðir séu eingöngu auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum eða í smáauglýsingum.

Hvað er í boði á leigumarkaði?

Pages