Front page

Fimmtudagur, 16. apríl 2015 - 14:15

Neytendasamtökin hafa um árabil barist gegn vörugjaldi á öllum tegundum matvæla, einnig svokölluðum sykurskatti. Í lok árs 2012 samþykkti Alþingi breytingu á lögum og voru vörugjöld á matvörum felld niður en um leið voru vörugjöld á sykur og sætuefni hækkuð verulega.

Föstudagur, 10. apríl 2015 - 16:00

Rétt er að árétta að NS eru ekki á móti rafrænum skilríkjum og telja þau þægilegan og öruggan valkost við auðkenningu á ýmsum persónulegum gjörningum á netinu. Þau gagnrýna hins vegar það að fólk hafi hálfpartinn verið þvingað til að fá sér slík skilríki með tilheyrandi fyrirhöfn með því að útiloka aðra möguleika við samþykki á „leiðréttingunni“, svo og þann kostnað sem nú virðist sem muni fylgja notkun þeirra.

Nú skal borgað!
Miðvikudagur, 1. apríl 2015 - 16:00

Neytendasamtökin hafa sent erindi til DV og Neytendastofu vegna auglýsinga DV sem nú eru til birtinga í sjónvarpi og víðar. Þar er auglýst að neytendur fái ,,frían“ iPad með áskrift að útgáfuriti félagsins, á meðan birgðir endast. Mikil áhersla virðist lögð á að um „frían“ iPad sé að ræða. Þegar tilboðið er skoðað nánar kemur hins vegar í ljós að um er að ræða 36 mánaða binditíma þar sem greiddar eru 2.998 krónur á mánuði, eða alls 107.928 krónur á tímabilinu.

Er iPadinn ókeypis?
Miðvikudagur, 1. apríl 2015 - 15:45

Norðurlandaráð hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kallað er eftir aðgerðum til að hlífa almenningi við eitrunaráhrifum hormónatruflandi efna.

Norðurlandaráð hvetur Evrópuþingið til að veita framkvæmdastjórn ESB virkt aðhald varðandi þróun og eflingu löggjafar um efni og efnavörur.

Auk þess hvetur Norðurlandaráð framkvæmdastjórn ESB til að:

Norðurlandaráð kallar eftir daglegu lífi án eiturefna

Pages