Front page

Miðvikudagur, 20. maí 2015 - 17:45

Samkvæmt tilkynningu frá VR í gær þá hafa félagsmenn þess samþykkt verkfallsboðun. Komi verkföll til framkvæmda geta þau haft áhrif ferðaþjónustu, en m.a. hefur verið boðað til verkfalls í flugafgreiðslu þann 31. maí og 1. júní nk. Ekki er enn að fullu ljóst hvaða áhrif það mun hafa á flugsamgöngur, en gera má ráð fyrir að allsherjarverkfall sem boðað hefur verið til frá laugardeginum 6. júní, geti haft þónokkur áhrif.

mánudagur, 18. maí 2015 - 11:15

Alþjóðasamtök neytenda (CI) hafa birt á vefnum sínum teljara sem telur fjölda dauðsfalla tengd mataræði og heildarkostnað þjóða vegna offitu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur sinn 68. aðalfund í dag í Genf og talningin hófst á sama tíma þ.e. 18. maí kl.9:30.

Miðvikudagur, 13. maí 2015 - 15:45

Einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða eru eflaust hjólbarðarnir sem eru eina snerting bifreiðarinnar við veg. Líklega eru ekki margir bíleigendur sérfræðingar um eiginleika dekkja og oft virðast táknin á hlið þeirra óskiljanleg.

 

 

 

(Birt með góðfúslegu leyfi Max1 – tekið af www.max1.is)

Fimmtudagur, 16. apríl 2015 - 14:15

Neytendasamtökin hafa um árabil barist gegn vörugjaldi á öllum tegundum matvæla, einnig svokölluðum sykurskatti. Í lok árs 2012 samþykkti Alþingi breytingu á lögum og voru vörugjöld á matvörum felld niður en um leið voru vörugjöld á sykur og sætuefni hækkuð verulega.

Pages