Front page

Miðvikudagur, 16. júlí 2014 - 11:00

Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um svokallaða vistvæna eða gæðastýrða landbúnaðarframleiðslu í fjölmiðlum. Um leið koma fyrir hugtökin „hefðbundin“ og „lífræn“ framleiðsla sem eðlilegt er. En þá eru margir neytendur löngu hættir að fylgjast með og botna lítið í þeim hugtökum sem nefnd hafa verið hér.

Landbúnaður; hefðbundinn, vistvænn, lífrænn
Miðvikudagur, 9. júlí 2014 - 11:45

Fyrstu sex mánuði ársins bárust Neytendasamtökunum alls 4.144 erindi. Er það töluverð aukning, eða rúmlega 30%, miðað við fyrra ár en fyrstu sex mánuði ársins 2013 voru erindin 3.170. Er þessi mikla aukning ákveðið fagnaðarefni (þó vissulega sé slæmt að svo margir neytendur lendi í vandræðum vegna kaupa á vörum og þjónustu) og sýnir að samtökin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að veita neytendum upplýsingar og leiðbeiningar eða aðstoð í einstökum deilumálum.

Þriðjudagur, 8. júlí 2014 - 12:00

Fyrstu sex mánuði ársins barst Leigjendaaðstoðinni 991 erindi. Er það um 35% aukning miðað við fyrra ár, en fyrstu sex mánuði ársins 2013 voru erindin 736. Ef álag á þjónustunni verður sambærilegt á seinni hluta ársins má gera ráð fyrir að erindin verði alls um 2.000, en allt árið 2013 voru erindin 1.467.

Hverjir hafa samband?
Vitaskuld eru langflest erindin frá einstaklingum á leigumarkaði, eða 957, en einnig er eitthvað um að fjölmiðlar, fyrirtæki og opinberir aðilar hafi samband.

Um 1000 erindi til Leigjendaaðstoðarinnar
mánudagur, 7. júlí 2014 - 10:30

Hinn 1. júní sl. tóku gildi lög sem m.a. leiddu til lækkunar á tóbaksgjaldi, áfengisgjaldi, bensín- og olíugjaldi. Um er að ræða gjöld sem ríkið leggur á ákveðna vöruflokka, og eru innifalin í vöruverði ákveðinna neysluvara. Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: „Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og inniheldur breytingar á ýmsum lögum sem leiða til gjaldskrárlækkana … Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21.

Pages