Front page

Þing Neytendasamtakanna

Þing Neytendasamtakanna 2014 var haldið laugardaginn 27. september nk. í félagsheimili Skátafélagsins Kópa í Kópavogi.  Um 90 félagar skráðu sig á þingið og tóku þannig þátt í almennum þingstörfum og mótuðu stefnu samtakanna fyrir næstu 2 árin. Málefnavinnan fór fram í þjóðfundarstíl þannig að þátttakendur gátu lagt fram nýjar áherslur og gefið málum atkvæði eftir vægi bæði nýjum tillögum ásamt tillögum fráfarandi stjórnar.  Tillögur fráfarandi stjórnar um breytingar á lögum samtakanna var einnig til umræðu í málefnavinnu með þátttöku þingfulltrúa og eftir ítarlega umfjöllun voru ný lög um Neytendasamtökin samþykkt samhljóða.

Þingskjöl eru birt hér og afgreidd mál koma hér jafnóðum og þau eru tilbúin: Þing 2014


 

mánudagur, 29. september 2014 - 13:30

Á þingi Neytendasamtakanna sl. laugardag var eftirfarandi ályktun samþykkt vegna samkeppnislagabrota MS:

Miðvikudagur, 24. september 2014 - 11:45

Í fyrsta skipti í Evrópu hafa neytendasamtök látið prófa mælingar á eldsneytisnotkun hjá bílaframleiðendum. Niðurstaðan leiddi í ljós blekkingu framleiðenda, sem gera oft minna úr eyðslu bifreiða en efni standa til.

Sjálfstæður rannsóknaraðili framkvæmdi prófanir fyrir ítölsku neytendasamtökin, Altroconsumo. Í ljós kom að framleiðendur fullyrtu að bílarnir þeirra væru 18-50% sparneytnari en niðurstöður sýndu. Tegundirnar Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI voru prófaðar.

Rangar upplýsingar um eldsneytisnotkun bifreiða
mánudagur, 22. september 2014 - 12:45

Um þessar mundir er nýtt Neytendablað á leið heim til félagsmanna.  Að venju er efni blaðsins fjölbreytt. Má þar nefna gæðakönnun á snjallsímum, umfjöllun um bótaskyldu vegna hálkuslysa, farsímanotkun í útlöndum, verðmerkingar í búðargluggum, daglegt líf án eiturefna og matarsóun.

Ítarleg markaðskönnun á farsímum sem gerð var í sumar er aðgengileg á heimasíðunni á læstum síðum fyrir félagsmenn og þar má einnig finna umfjöllun og töflu með gæðakönnun á snjallsímum.

Fékkstu Neytendablaðið?
Föstudagur, 19. september 2014 - 11:15

Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin sem eru í samstarfi um bættar upprunamerkingar matvæla.

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill betri upprunamerkingar matvæla

Pages