Front page

mánudagur, 19. janúar 2015 - 14:00

Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar 2014 er komin út. Gríðarleg aukning var í erindafjölda, en fjöldi erinda á árinu var rúmlega 2.000 og því um 37,5% aukningu að ræða frá fyrra ári. Langmest var að gera í júlímánuði en þá bárust 296 erindi. Frekari tölfræði, auk umfjöllunar um heimasíðuna leigjendur.is, og dæmi um helstu álitamál sem koma upp í tengslum við húsaleigu, er að finna í skýrslunni.

Leigjendaðstoðin - ársskýrsla 2014
mánudagur, 12. janúar 2015 - 14:00

Komin er út ársskýrsla Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar 2014. Erindum til Neytendasamtakanna fjölgaði um 27% milli ára og voru ríflega 8.000 á árinu. Um 4.500 erindi vörðuðu kaup á vöru eða þjónustu.

Fjölgun fyrispurna og kvartana - ársskýrsla 2014
mánudagur, 12. janúar 2015 - 10:15

Matarsóun hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið en ótrúlegt magn matar fer til spillis á degi hverjum, í það minnsta á vesturlöndum. Eitt af því sem mikilvægt er að huga að svo matur lendi síður í ruslinu er að rétt hitastig sé í ísskápnum.

Fimmtudagur, 8. janúar 2015 - 16:30

Mikið annríki er hjá Neytendasamtökunum við að svara spurningum neytenda um þær breytingar sem gengu í gildi nú um áramótin; þ.e. breytingar á virðisaukaskattskerfinu og afnám sykurskatts og vörugjalda.

Vörugjald og verðvitund

Pages