Front page

mánudagur, 6. október 2014 - 13:45

Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var 27. september sl. voru samþykktar áherslur samtakanna í neytendamálum fram að næsta þingi sem haldið verður í október 2016. Hér er um að ræða mikilvægan leiðarvísi fyrir nýkjörna stjórn samtakanna til að vinna eftir. Sjá nánar áherslur.

 

mánudagur, 29. september 2014 - 13:30

Á þingi Neytendasamtakanna sl. laugardag var eftirfarandi ályktun samþykkt vegna samkeppnislagabrota MS:

Miðvikudagur, 24. september 2014 - 11:45

Í fyrsta skipti í Evrópu hafa neytendasamtök látið prófa mælingar á eldsneytisnotkun hjá bílaframleiðendum. Niðurstaðan leiddi í ljós blekkingu framleiðenda, sem gera oft minna úr eyðslu bifreiða en efni standa til.

Sjálfstæður rannsóknaraðili framkvæmdi prófanir fyrir ítölsku neytendasamtökin, Altroconsumo. Í ljós kom að framleiðendur fullyrtu að bílarnir þeirra væru 18-50% sparneytnari en niðurstöður sýndu. Tegundirnar Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI voru prófaðar.

Rangar upplýsingar um eldsneytisnotkun bifreiða
mánudagur, 22. september 2014 - 12:45

Um þessar mundir er nýtt Neytendablað á leið heim til félagsmanna.  Að venju er efni blaðsins fjölbreytt. Má þar nefna gæðakönnun á snjallsímum, umfjöllun um bótaskyldu vegna hálkuslysa, farsímanotkun í útlöndum, verðmerkingar í búðargluggum, daglegt líf án eiturefna og matarsóun.

Ítarleg markaðskönnun á farsímum sem gerð var í sumar er aðgengileg á heimasíðunni á læstum síðum fyrir félagsmenn og þar má einnig finna umfjöllun og töflu með gæðakönnun á snjallsímum.

Fékkstu Neytendablaðið?

Pages