Front page

Miðvikudagur, 28. janúar 2015 - 9:45

Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar fyrirspurnir frá áramótum vegna breytinga á virðisaukaskatti og afnáms vörugjalda, þar á meðal sykurskattsins svokallaða. Þar sem bakarí nota mikinn sykur í kökur og bakkelsi hafa margar kvartanir beinst að bakaríum.

Verðbreytingar í bakaríum um áramót
mánudagur, 26. janúar 2015 - 11:45

 
Út er komin ársskýrsla Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Ísland) 2014. En starfstöðin hér á landi er í húsnæði Neytendasamtakanna, enda sjá þau um reksturinn.

Í skýrslunni er fjallað almennt um starfsemina, fjölda erinda og mála á árinu og einnig má lesa dæmi um kvörtunarmál sem komu til kasta ECC á Íslandi á árinu, en alls sinnti ECC Ísland milligöngu fyrir hönd neytenda í 42 kvörtunarmálum. Oftast er um að ræða kvartanir erlendra ferðamanna vegna íslenskra seljenda en einnig er nokkuð um að Íslendingar leiti til ECC vegna vandamála í samskiptum við erlenda seljendur.

ECC-Net
mánudagur, 19. janúar 2015 - 14:00

Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar 2014 er komin út. Gríðarleg aukning var í erindafjölda, en fjöldi erinda á árinu var rúmlega 2.000 og því um 37,5% aukningu að ræða frá fyrra ári. Langmest var að gera í júlímánuði en þá bárust 296 erindi. Frekari tölfræði, auk umfjöllunar um heimasíðuna leigjendur.is, og dæmi um helstu álitamál sem koma upp í tengslum við húsaleigu, er að finna í skýrslunni.

Leigjendaðstoðin - ársskýrsla 2014
mánudagur, 12. janúar 2015 - 14:00

Komin er út ársskýrsla Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar 2014. Erindum til Neytendasamtakanna fjölgaði um 27% milli ára og voru ríflega 8.000 á árinu. Um 4.500 erindi vörðuðu kaup á vöru eða þjónustu.

Fjölgun fyrispurna og kvartana - ársskýrsla 2014

Pages