Front page


Þing Neytendasamtakanna 2014 verður haldið 27. september nk. í félagsheimili Skátafélagsins Kópa, Digranesvegi 79, Kópavogi og hefst það kl. 10:00 stundvíslega (skráning þingfulltrúa hefst kl. 09:30). Auk almennra þingstarfa leggur fráfarandi stjórn fram breytingar á lögum Neytendasamtakanna og sem kynntar eru á heimasíðu samtakanna (ns.is).

Í 9. gr. laga Neytendasamtakanna segir svo: Allir skuldlausir félagar Neytendasamtakanna geta verið þingfulltrúar á þingi samtakanna enda tilkynni þeir þátttöku með a.m.k. viku fyrirvara.

Félagsmenn eru hvattir til þess að nýta sér rétt sinn og hafa þannig áhrif á starf og stefnu Neytendasamtakanna. Þeir sem áhuga hafa á að sitja þingið eru beðnir um að tilkynna það til skrifstofu Neytendasamtakanna í síma 545 1200 eða í tölvupósti á netfangið ns@ns.is.

Þingskjöl verða birt á hér jafnóðum og þau eru tilbúin: Þing 2014


 

Fimmtudagur, 28. ágúst 2014 - 18:45

Lög um neytendakaup nr. 48/2003 gilda þegar neytandi kaupir vöru af aðila sem hefur atvinnu af sölunni. Neytandi í skilningi laganna er þannig einstaklingur sem kaupir söluhlut utan atvinnurekstrar. Lögin eru ófrávíkjanleg og kveða á um lágmarksréttindi. Af þessu leiðir að óheimilt er að semja um lakari réttindi en lögin gefa neytendum. Í lögum um neytendakaup er kveðið á um tvenns konar kvörtunarfrest vegna galla. Meginreglan er að neytandi hefur tvö ár frá afhendingu söluhlutar til að kvarta vegna galla. Í lögunum er hins vegar einnig kveðið á um lengri frest, eða fimm ár frá afhendingu.

Fimmtudagur, 28. ágúst 2014 - 18:30

Þegar íbúðir eru leigðar eru oftar en ekki miklir hagsmunir í húfi fyrir bæði leigjanda og leigusala. Það er algengt að leigusalar fari fram á að fyrir upphaf leigutíma séu háar fjárhæðir afhentar til viðbótar sjálfri leigunni, þá í formi tryggingar eða sem fyrirframgreiðsla. Í langflestum tilvikum fara samningar fram eftir að leigjandi hefur fengið að skoða íbúðina og miðast leiguverð yfirleitt einmitt við ástand íbúðarinnar auk annarra atriða.

Þriðjudagur, 19. ágúst 2014 - 10:00

 

Milli kl. 14 og 18  á Menningarnótt er opið hús á skrifstofu Neytendasamtakanna og Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Net). Sérstök sögusýning verður haldin í tilefni 60 ára afmælis samtakanna. Einnig fer fram kynning á ECC-netinu sem m.a. aðstoðar neytendur þegar keypt er vara eða þjónusta af seljendum í öðrum Evrópulöndum. Boðið er upp á veitingar, Neytendablaðið og ýmiss konar ókeypis varning frá ECC-netinu

Fimmtudagur, 7. ágúst 2014 - 14:30

Þær tvær myndir sem birtar eru hér neðar hefur verið dreift af mörgum á samfélagsmiðlum, þar á meðal á Facebook þar sem merkingar á umbúðum sem myndirnar sýna hafa verið gagnrýndar mjög. Annarsvegar er mynd af umbúðum frá Íslandsnauti (sem er vörumerki Ferskra kjötvara).  Fram kom í smáaletrinu á umbúðunum að um spænskt nautahakk væri að ræða. Hinsvegar var stóra letrið notað með vörumerkinu Íslandsnaut ásamt íslensku fánalitunum. Slík markaðssetning er að mati Neytendasamtakanna mjög hæpin og til þess fallin að villa um fyrir neytendum.

Villandi upprunamerkingar

Pages