Front page

Föstudagur, 14. nóvember 2014 - 11:45

Þann 9. nóvember sl. gerðu Neytendasamtökin markaðskönnun á þvottavélum og var framboð og verð kannað á heimasíðum 15 verslana. Samtals fundust 148 mismunandi þvottavélar og kostaði sú ódýrasta 54.995 krónur en sú dýrasta 439.817 krónur.

Einnig var kannað verð og framboð á sambyggðum þvottavélum og þurrkurum og fundust 13 slíkar vélar. Kostaði sú ódýrasta 109.995 krónur en sú dýrasta 419.900 krónur.

Mikið úrval af þvottavélum á markaði
Þriðjudagur, 11. nóvember 2014 - 10:00

NS mótmæla því enn að nota þurfi rafræn skilríki við staðfestingu „leiðréttingarinnar“ 

Samhliða kynningu á „leiðréttingunni“ hafa nú verið birt skemmtileg kynningarmyndbönd um það hversu auðvelt er að verða sér úti um rafræn skilríki. Myndböndin sýna glaða og léttklædda konu (enda gott veður í myndböndunum) sem pantar sér skilríki eða nýtt SIM-kort á netinu og „grípur“ svo persónuskilríki og „skýst“ í bankann, sem raunar er heppilega staðsettur í næsta húsi.

mánudagur, 3. nóvember 2014 - 10:30

Mikill kostnaður fellur til vegna vöru sem fer fram yfir síðasta söludag í verslunum og henni er því hent. Allur kostnaður kemur með einum eða öðrum hætti fram í vöruverði og lendir því á endanum á neytendum.

Neytendasamtökin verða vör við aukinn áhuga  almennings á  að draga úr sóun á öllum sviðum.  Þessi áhugi er bæði kominn til vegna þess að betri nýting hluta leiðir til sparnaðar en eins vegna  aukinnar umhverfisvitundar.

Er stutt í síðasta söludag?
Föstudagur, 31. október 2014 - 10:30

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Samkeppniseftirlitsins lækki úr 396,6 milljónum í 385,6 milljónir

Neytendasamtökin mótmæla þessari lækkun. Öflugt samkeppniseftirlit er ein mikilvægasta stoð heilbrigðs markaðar. Hlutverk Samkeppniseftirlitsins er sérstaklega mikilvægt þar sem neytendamarkaðir hérlendis einkennast öðru fremur af fákeppni. Virkt samkeppniseftirlit er ein af mikilvægustu varnarstoðum neytenda gegn óeðlilegri fákeppni og einokun.

Pages