Front page

mánudagur, 22. desember 2014 - 14:30

Skrifstofa Neytendasamtakanna verður lokuð á eftirfarandi dögum um jól og áramót 2014.

Þriðjudaginn 23. desember
Miðvikudaginn 24. desember
Fimmtudaginn 25. desember
Föstudaginn 26. desember
Miðvikudaginn 31. desember
Fimmtudaginn 1. janúar
Föstudaginn 2. janúar

Að öðru leyti gildir hefðbundinn opnunartími.

Við minnum á netfangið okkar ns@ns.is þar sem hægt er að senda inn erindi og fyrirspurnir sem við munum svara við fyrsta tækifæri.

mánudagur, 22. desember 2014 - 14:15

 

Jólagjafir, þó valdar séu af góðum hug, falla því miður ekki alltaf að smekk viðtakandans. Stundum passa þær ekki og í öðrum tilvikum fékk viðkomandi kannski tvö eintök af sömu bókinni eða geisladisk sem hann átti fyrir. Þess vegna þurfa sumir að eyða drjúgum tíma milli hátíðanna í það skemmtilega verkefni að skila og skipta jólagjöfum.

Fimmtudagur, 18. desember 2014 - 14:45

Nanósilfur finnst í ýmsum neytendavarningi m.a. fatnaði, heimilistækjum og matvælaumbúðum og er  bakteríudrepandi. Nanómetri er 1/1.000.000 af millimetra og þegar agnirnar eru svo smáar er hætta á að þær þröngvi sér inn í frumur og hafi þannig líffræðileg áhrif á þær.

Áhrif nanósilfurs á heilann var viðfangsefni tveggja  vísindarannsókna við háskólann í Lundi. Niðurstöðurnar sem nýlega voru birtar í tveimur greinum í vísindatímaritinu PlosOnes eru uggvænlegar. Sýnt er fram á að nanósilfur-agnir hafa áhrif á stofnfrumur sem mynda taugafrumur og nethimnu heilans.

mánudagur, 15. desember 2014 - 11:15

Föstudaginn 12. desember sl. tók gildi ný reglugerð um merkingar matvæla. Þessi reglugerð kemur í stað fjögurra eldri reglugerða sem áður gegndu sama hlutverki (sjá nýja reglugerð). Nýja reglugerðin er til bóta að mörgu leyti þó Neytendasamtökin hafi bent á ákveðna annmarka sem brýnt væri að laga.

Pages