Front page

Þriðjudagur, 19. ágúst 2014 - 10:00

 

Milli kl. 14 og 18  á Menningarnótt er opið hús á skrifstofu Neytendasamtakanna og Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Net). Sérstök sögusýning verður haldin í tilefni 60 ára afmælis samtakanna. Einnig fer fram kynning á ECC-netinu sem m.a. aðstoðar neytendur þegar keypt er vara eða þjónusta af seljendum í öðrum Evrópulöndum. Boðið er upp á veitingar, Neytendablaðið og ýmiss konar ókeypis varning frá ECC-netinu

Fimmtudagur, 7. ágúst 2014 - 14:30

Þær tvær myndir sem birtar eru hér neðar hefur verið dreift af mörgum á samfélagsmiðlum, þar á meðal á Facebook þar sem merkingar á umbúðum sem myndirnar sýna hafa verið gagnrýndar mjög. Annarsvegar er mynd af umbúðum frá Íslandsnauti (sem er vörumerki Ferskra kjötvara).  Fram kom í smáaletrinu á umbúðunum að um spænskt nautahakk væri að ræða. Hinsvegar var stóra letrið notað með vörumerkinu Íslandsnaut ásamt íslensku fánalitunum. Slík markaðssetning er að mati Neytendasamtakanna mjög hæpin og til þess fallin að villa um fyrir neytendum.

Villandi upprunamerkingar
Föstudagur, 25. júlí 2014 - 13:45

Hver skyldi ekki vera sammála mér um að almenningur eigi alltaf að njóta vafans þegar framleiðendur taka uppá því að menga umhverfið öðrum til tjóns? En það er svolítið sérstakt hvað margir eru tilbúnir að taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem brjóta gegn lögum og reglum eða knýja fram undanþágur frá þeim til að hámarka hagnað sinn. Hvaða hagsmuni er þá verið að vernda? Jafnvel þó samfélagið þurfi stöðugt á því að halda að auka hagvöxtinn á ekki að gera það með þessu móti. Þjóðin er aldrei svo illa sett að það þurfi að ganga á rétt almennings á heilnæmu lofti og hreinu vatni.

Miðvikudagur, 16. júlí 2014 - 11:00

Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um svokallaða vistvæna eða gæðastýrða landbúnaðarframleiðslu í fjölmiðlum. Um leið koma fyrir hugtökin „hefðbundin“ og „lífræn“ framleiðsla sem eðlilegt er. En þá eru margir neytendur löngu hættir að fylgjast með og botna lítið í þeim hugtökum sem nefnd hafa verið hér.

Landbúnaður; hefðbundinn, vistvænn, lífrænn

Pages