Front page

Föstudagur, 25. júlí 2014 - 13:45

Hver skyldi ekki vera sammála mér um að almenningur eigi alltaf að njóta vafans þegar framleiðendur taka uppá því að menga umhverfið öðrum til tjóns? En það er svolítið sérstakt hvað margir eru tilbúnir að taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem brjóta gegn lögum og reglum eða knýja fram undanþágur frá þeim til að hámarka hagnað sinn. Hvaða hagsmuni er þá verið að vernda? Jafnvel þó samfélagið þurfi stöðugt á því að halda að auka hagvöxtinn á ekki að gera það með þessu móti. Þjóðin er aldrei svo illa sett að það þurfi að ganga á rétt almennings á heilnæmu lofti og hreinu vatni.

Miðvikudagur, 16. júlí 2014 - 11:00

Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um svokallaða vistvæna eða gæðastýrða landbúnaðarframleiðslu í fjölmiðlum. Um leið koma fyrir hugtökin „hefðbundin“ og „lífræn“ framleiðsla sem eðlilegt er. En þá eru margir neytendur löngu hættir að fylgjast með og botna lítið í þeim hugtökum sem nefnd hafa verið hér.

Landbúnaður; hefðbundinn, vistvænn, lífrænn
Miðvikudagur, 9. júlí 2014 - 11:45

Fyrstu sex mánuði ársins bárust Neytendasamtökunum alls 4.144 erindi. Er það töluverð aukning, eða rúmlega 30%, miðað við fyrra ár en fyrstu sex mánuði ársins 2013 voru erindin 3.170. Er þessi mikla aukning ákveðið fagnaðarefni (þó vissulega sé slæmt að svo margir neytendur lendi í vandræðum vegna kaupa á vörum og þjónustu) og sýnir að samtökin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að veita neytendum upplýsingar og leiðbeiningar eða aðstoð í einstökum deilumálum.

Þriðjudagur, 8. júlí 2014 - 12:00

Fyrstu sex mánuði ársins barst Leigjendaaðstoðinni 991 erindi. Er það um 35% aukning miðað við fyrra ár, en fyrstu sex mánuði ársins 2013 voru erindin 736. Ef álag á þjónustunni verður sambærilegt á seinni hluta ársins má gera ráð fyrir að erindin verði alls um 2.000, en allt árið 2013 voru erindin 1.467.

Hverjir hafa samband?
Vitaskuld eru langflest erindin frá einstaklingum á leigumarkaði, eða 957, en einnig er eitthvað um að fjölmiðlar, fyrirtæki og opinberir aðilar hafi samband.

Um 1000 erindi til Leigjendaaðstoðarinnar

Pages