Front page

Þriðjudagur, 25. nóvember 2014 - 15:15

Í áherslum Neytendasamtakanna 2014-2016  kemur eftirfarandi fram: „Eftir að bann við forverðmerkingum tók gildi er kjöt, og fleiri vörur í óstöðluðum umbúðum, almennt ekki verðmerkt í verslunum nema með kílóverði. Neytendur þurfa því að nýta skanna til að sjá endanlegt verð. Talsverð óánægja hefur verið vegna þessa meðal neytenda.

Forpakkaðar vörur verðmerktar
Föstudagur, 14. nóvember 2014 - 11:45

Þann 9. nóvember sl. gerðu Neytendasamtökin markaðskönnun á þvottavélum og var framboð og verð kannað á heimasíðum 15 verslana. Samtals fundust 148 mismunandi þvottavélar og kostaði sú ódýrasta 54.995 krónur en sú dýrasta 439.817 krónur.

Einnig var kannað verð og framboð á sambyggðum þvottavélum og þurrkurum og fundust 13 slíkar vélar. Kostaði sú ódýrasta 109.995 krónur en sú dýrasta 419.900 krónur.

Mikið úrval af þvottavélum á markaði
Þriðjudagur, 11. nóvember 2014 - 10:00

NS mótmæla því enn að nota þurfi rafræn skilríki við staðfestingu „leiðréttingarinnar“ 

Samhliða kynningu á „leiðréttingunni“ hafa nú verið birt skemmtileg kynningarmyndbönd um það hversu auðvelt er að verða sér úti um rafræn skilríki. Myndböndin sýna glaða og léttklædda konu (enda gott veður í myndböndunum) sem pantar sér skilríki eða nýtt SIM-kort á netinu og „grípur“ svo persónuskilríki og „skýst“ í bankann, sem raunar er heppilega staðsettur í næsta húsi.

mánudagur, 3. nóvember 2014 - 10:30

Mikill kostnaður fellur til vegna vöru sem fer fram yfir síðasta söludag í verslunum og henni er því hent. Allur kostnaður kemur með einum eða öðrum hætti fram í vöruverði og lendir því á endanum á neytendum.

Neytendasamtökin verða vör við aukinn áhuga  almennings á  að draga úr sóun á öllum sviðum.  Þessi áhugi er bæði kominn til vegna þess að betri nýting hluta leiðir til sparnaðar en eins vegna  aukinnar umhverfisvitundar.

Er stutt í síðasta söludag?

Pages