Front page


Þing Neytendasamtakanna 2014 verður haldið 27. september nk. í félagsheimili Skátafélagsins Kópa, Digranesvegi 79, Kópavogi og hefst það kl. 10:00 stundvíslega (skráning þingfulltrúa hefst kl. 09:30). Auk almennra þingstarfa leggur fráfarandi stjórn fram breytingar á lögum Neytendasamtakanna og sem kynntar eru á heimasíðu samtakanna (ns.is).

Í 9. gr. laga Neytendasamtakanna segir svo: Allir skuldlausir félagar Neytendasamtakanna geta verið þingfulltrúar á þingi samtakanna enda tilkynni þeir þátttöku með a.m.k. viku fyrirvara.

Félagsmenn eru hvattir til þess að nýta sér rétt sinn og hafa þannig áhrif á starf og stefnu Neytendasamtakanna. Þeir sem áhuga hafa á að sitja þingið eru beðnir um að tilkynna það til skrifstofu Neytendasamtakanna í síma 545 1200 eða í tölvupósti á netfangið ns@ns.is.

Þingskjöl verða birt á hér jafnóðum og þau eru tilbúin: Þing 2014


 

mánudagur, 15. september 2014 - 11:15

Fram kemur í fjárlagafrumvarpi næsta árs að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður úr 7% í 12%. Fram hefur komið að tekjulægstu heimilin verja 17,6% ráðstöfunartekna sinna í matar- og drykkjarvörur, á móti 10,7% hjá tekjuhæstu heimilunum. Neytendasamtökin mótmæla þessum áformum harðlega enda ljóst að þetta kemur verst niður á tekjulægri heimili.

Afstaða NS til breytinga á neyslusköttum
Miðvikudagur, 10. september 2014 - 14:15

Neytendasamtökin könnuðu verð og framboð á íbúðum sem auglýstar voru til leigu hinn 2. september sl. Einungis var leitað að leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu (þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ). Þá er ekki um að ræða tæmandi könnun á markaðnum heldur voru aðeins skoðaðar íbúðir sem voru auglýstar til leigu hjá leiga.is, Leigulistanum, húsaleiga.is, á mbl.is og visir.is, en einnig er algengt að íbúðir séu eingöngu auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum eða í smáauglýsingum.

Hvað er í boði á leigumarkaði?
Miðvikudagur, 10. september 2014 - 13:45

Nú boða sumir bankar nýtt þjónustugjald sem felst í gjaldtöku af þeim sem óska eftir þjónustu  gjaldkera. Neytendasamtökin gera alvarlegar athugasemdir við þessar fyrirætlanir þar eð þessi gjaldtaka kemur harðast niður á eldri borgurum sem ekki greiða reikninga sína í heimabanka, sem og öðrum sem ekki eru með tölvu eða kunnáttu til að nýta sér þann möguleika.

Enn eitt þjónustugjaldið hjá fjármálafyrirtækjum?
Þriðjudagur, 9. september 2014 - 10:00

Nú er umsóknarfrestur vegna lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána liðinn og innan skamms þurfa lántakendur að staðfesta niðurstöðuna. Sótt var um höfuðstólslækkunina á vef Ríkisskattstjóra og til þess notaður veflykill sem hver og einn hefur. Þennan sama veflykil hafa framteljendur notað um árabil til að telja fram og skila skattaframtali þar sem fram koma margvíslegar persónuupplýsingar.

Leiðréttingin – rafræn skilríki áskilin

Pages