Front page

mánudagur, 15. desember 2014 - 11:15

Föstudaginn 12. desember sl. tók gildi ný reglugerð um merkingar matvæla. Þessi reglugerð kemur í stað fjögurra eldri reglugerða sem áður gegndu sama hlutverki (sjá nýja reglugerð). Nýja reglugerðin er til bóta að mörgu leyti þó Neytendasamtökin hafi bent á ákveðna annmarka sem brýnt væri að laga.

mánudagur, 8. desember 2014 - 14:30

Langflestir seljendur gefa neytendum færi á að skila og skipta ógölluðum vörum þótt ekki sé kveðið á um neitt slíkt í lögum. Mikilvægt er að fá skilamiða á gjafir því það auðveldar skil ef gjöfin fellur ekki í kramið. Helstu vandræðin í tengslum við skil á jólagjöfum er þegar útsölur hefjast og deilt er um hvort upphaflegt verð vörunnar eigi að vera á inneignarnótunni eða útsöluverð. Sú hefð hefur skapast að neytandi getur fengið upphaflegt verð vörunnar á nótuna en seljandi getur aftur á móti ákveðið að ekki megi nota nótuna fyrr en útsölu lýkur.

Jólagjöfunum skilað og skipt
Fimmtudagur, 4. desember 2014 - 10:45

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hríðlækkandi að undanförnu. Vissulega hefur þetta ekki farið fram hjá neytendum enda hefur bensín, svo dæmi sé tekið, lækkað um rétt rúmar 30 kr. pr. lítra frá því um miðjan júlímánuð. Fram hefur komið í fjölmiðlum að olíufélögin hafa nýtt sér verðlækkanir á heimsmarkaði til að auka álagningu sína í krónum talið og má ætla að álagning þeirra á bensíni sé um þremur krónum hærri á lítrann í október og nóvember borið saman við álagningu eins og hún var níu fyrstu mánuði ársins.

Miðvikudagur, 3. desember 2014 - 10:30

Nú þegar líður að jólum er vert að minna á það mikla tjón sem brunar af völdum kerta og kertavöru hafa valdið á liðnum árum hér á landi, svo ekki sé minnst á þann mannlega harmleik sem slíkir brunar hafa því miður oft á tíðum haft í för með sér.

Áður en lengra er haldið skal tekið fram að í þessari grein er fjallað um hvers konar kerti og ennfremur vörur sem hafa eiginleika kerta, svokallaðar kertavörur.

Pages