Front page

Föstudagur, 31. október 2014 - 10:30

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Samkeppniseftirlitsins lækki úr 396,6 milljónum í 385,6 milljónir

Neytendasamtökin mótmæla þessari lækkun. Öflugt samkeppniseftirlit er ein mikilvægasta stoð heilbrigðs markaðar. Hlutverk Samkeppniseftirlitsins er sérstaklega mikilvægt þar sem neytendamarkaðir hérlendis einkennast öðru fremur af fákeppni. Virkt samkeppniseftirlit er ein af mikilvægustu varnarstoðum neytenda gegn óeðlilegri fákeppni og einokun.

mánudagur, 6. október 2014 - 13:45

Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var 27. september sl. voru samþykktar áherslur samtakanna í neytendamálum fram að næsta þingi sem haldið verður í október 2016. Hér er um að ræða mikilvægan leiðarvísi fyrir nýkjörna stjórn samtakanna til að vinna eftir. Sjá nánar áherslur.

 

mánudagur, 29. september 2014 - 13:30

Á þingi Neytendasamtakanna sl. laugardag var eftirfarandi ályktun samþykkt vegna samkeppnislagabrota MS:

Miðvikudagur, 24. september 2014 - 11:45

Í fyrsta skipti í Evrópu hafa neytendasamtök látið prófa mælingar á eldsneytisnotkun hjá bílaframleiðendum. Niðurstaðan leiddi í ljós blekkingu framleiðenda, sem gera oft minna úr eyðslu bifreiða en efni standa til.

Sjálfstæður rannsóknaraðili framkvæmdi prófanir fyrir ítölsku neytendasamtökin, Altroconsumo. Í ljós kom að framleiðendur fullyrtu að bílarnir þeirra væru 18-50% sparneytnari en niðurstöður sýndu. Tegundirnar Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI voru prófaðar.

Rangar upplýsingar um eldsneytisnotkun bifreiða

Pages