Front page

Föstudagur, 27. febrúar 2015 - 13:30

Neytendasamtökin hafa um árabil krafist þess að upprunaland komi fram á matvælum og er það í samræmi við sjónarmið meirihluta neytenda. Það var því fagnaðarefni þegar Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í janúar 2014 sáttmála þar sem innlendir framleiðendur og innflytjendur voru hvattir til að standa vel að merkingum matvæla með upprunalandi. Enda sé það forsenda þess að neytendur geti valið á upplýstan hátt.

Fimmtudagur, 12. febrúar 2015 - 14:45

Neytendasamtökin hafa fengið margar fyrirspurnir og kvartanir vegna reikninga frá fyrirtækinu Já, sem neytendur kannast kannski ekki endilega við að vera í viðskiptum við. Reikningurinn er vegna aukanafns í símaskrá, þ.e. þegar t.d. hjón eru bæði skráð fyrir sama heimasíma í símaskrá.  Birting aukanafns kostar 980 kr. á ári og færslugjaldið  er 80 kr. og reikningurinn því samtals 1060 kr.

Gjald fyrir aukanafn í símaskrá
Fimmtudagur, 5. febrúar 2015 - 13:00

Kvartanir vegna hækkana á gjöldum og nýrra þjónustugjalda bankanna berast reglulega til Neytendasamtakanna, en samtökin hafa fylgst með verðlagi bankaþjónustu um áraraðir. Nýlega hefur athyglin beinst að nýjum gjöldum fyrir þjónustu í útibúum og tilhneigingu banka til að beina viðskiptamönnum í rafræna sjálfsafgreiðslu. Bankarnir hafa þá spurt hvort allir viðskiptavinir eigi að bera kostnaðinn vegna þeirra sem ekki nýta hagkvæmustu leiðirnar í bankaþjónustu.

Bankaútibú
Miðvikudagur, 28. janúar 2015 - 9:45

Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar fyrirspurnir frá áramótum vegna breytinga á virðisaukaskatti og afnáms vörugjalda, þar á meðal sykurskattsins svokallaða. Þar sem bakarí nota mikinn sykur í kökur og bakkelsi hafa margar kvartanir beinst að bakaríum.

Verðbreytingar í bakaríum um áramót

Pages