Front page

Fimmtudagur, 23. júlí 2015 - 11:15

Fleiri birgjar eru að hækka verð á vörum til verslana. Upplýsingar um verðhækkanir berast Neytendasamtökunum í gegnum ýmsar leiðir og hafa nú verið staðfestar með skýringum hækkanir frá eftirfarandi birgjum:

Arka Heilsuvörur
Berry Company drykkir
Hækkun á eins lítra umbúðum 3,1% og 5% á litlum fernum frá 21. ágúst
Ástæða: Veiking krónunnar gagnvart pundi, hækkun á launum og öðrum kostnaði

Þriðjudagur, 21. júlí 2015 - 15:00

Sennilega hafa aldrei verið fleiri ferðamenn á Íslandi en einmitt núna og margir kjósa þeir að leigja sér bíl og keyra um landið á eigin vegum. Það er svo ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar bíll er tekinn á leigu og eins ýmislegt sem kann að koma erlendum ferðamönnum hér á óvart, eins og einbreiðar brýr, hve þjóðvegur eitt er mjór, hve mikið er af malarvegum og hve mikið er um sauðfé á miðjum veginum! Fyrir utan þessi séríslensku atriði eru svo ákveðin atriði sem alltaf er gott að hafa í huga þegar bíll er tekinn á leigu.

mánudagur, 13. júlí 2015 - 15:00

Neytendasamtökin hafa fylgst grannt með verðhækkunum á matvörum frá birgjum og sagt frá hækkunum jafnóðum samtökin frétta af þeim.

Birgjar eru þeir aðilar sem selja verslunum aðföng og þeim ber ekki skylda að tilkynna sérstaklega um verðbreytingar, nema að sjálfsögðu til þeirra sem eru í beinum viðskiptum við þá. Hér á landi á að ríkja samkeppni með frjálsu verðlagi, samkeppnin t.d. á matvörumarkaði er þó mjög fábrotin og því mikilvægt að neytendur fylgist vel með verðlagi og veiti verslunum aðhald.

Verðhækkanir birgja
mánudagur, 13. júlí 2015 - 11:15

Neytendasamtökin fagna hugmyndum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja af tolla á fölmörgum vörum, svo sem á fatnaði.

Neytendasamtökin harma að ekki sé um leið afnumdir tollar á öllum matvörum. Ef bæta á stöðu heimilanna með afnámi tolla er það best gert með afnámi tolla á matvörur.

Neytendasamtökin ítreka því að löngu er tímabært að allir tollar verði lagðir af á heimilisvörum.

Að fenginni reynslu er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að eftirlit verði varðandi afnám tolla svo tryggt sé að aðgerðin skili sér til neytenda.

Pages