Front page

mánudagur, 29. ágúst 2016 - 16:00

Neytendasamtökin munu standa fyrir málþingi um neytendavernd á fjármálamarkaði á fundi fólksins við Norræna húsið laugardaginn 3. september næstkomandi á milli 11:30 og 12:20 í umræðutjaldi 2.

mánudagur, 22. ágúst 2016 - 11:30

Þing Neytendasamtakanna fer fram laugardaginn 22. október nk. en staðsetning og nánari tímasetning verða auglýstar síðar.

Samkvæmt lögum samtakanna er öllum skuldlausum félagsmönnum samtakanna heimil þátttaka á þinginu, sé þátttaka tilkynnt með a.m.k. viku fyrirvara.

Föstudagur, 12. ágúst 2016 - 14:15

Neytendasamtökin verða með opið hús á skrifstofu sinni frá kl. 13:30-18:00 á Menningarnótt.

Fimmtudagur, 28. júlí 2016 - 10:45

Neytendasamtökin hafa undanfarið fengið nokkurn fjölda erinda er varða áskriftarleiðir DV og símtöl sem félagsmenn hafa fengið, þar sem þeim er boðin áskrift. Áskriftarleiðir sem nefndar hafa verið eru margvíslegar en svo virðist sem félagsmenn séu í einhverjum tilfellum ósáttir þar sem þeir telja þær upplýsingar sem fram hafi komið í umræddum símtölum ekki hafa staðist þegar á reyndi.

Pages