Front page

Miðvikudagur, 20. júlí 2016 - 11:00

Stjórn Neytendasamtakanna skal skipuð 13 mönnum, þ.e. tólf stjórnarmönnum auk formanns. Til að njóta kjörgengis þurfa frambjóðendur að vera 18 ára eða eldri og skuldlausir félagsmenn í samtökunum (hafa greitt félagsgjald fyrir árið 2016), en hægt er að skrá sig í samtökin á heimasíðu þeirra www.ns.is.

Miðvikudagur, 6. júlí 2016 - 16:15

Hámark þess verðs sem fjarskiptafyrirtækjum hefur verið heimilt að krefja viðskiptavini sína um fyrir farsímanotkun erlendis hefur farið stiglækkandi síðustu ár. Þessi verðþök hafa einungis gilt innan evrópska efnahagssvæðisins (EES), þ.e. ekki t.a.m. þegar hringt er frá Bandaríkjunum.

Föstudagur, 1. júlí 2016 - 11:00

ECC, eða Evrópska neytendaaðstoðin á Íslandi, vekur athygli á nýjum bæklingi fyrir evrópska ferðamenn. Í bæklingnum, sem einnig má nýta sem minnisbók, er að finna fjölmargar reynslusögur evrópskra ferðalanga og góð ráð um flugferðir, bílaleigu, pakkaferðir og ýmislegt fleira sem viðkemur ferðalögum.

Föstudagur, 24. júní 2016 - 15:30

Fyrir skömmu samþykkti Alþingi breytingar á húsaleigulögum og hafa þær nú tekið gildi. Þessar breytingar gilda frá og með 22. júní 2016. Þeir samningar sem gerðir eru eftir þá dagsetningu eiga því undir breytingarnar en einnig geta aðrir sem hafa gert samning fyrir þann tíma samið sérstaklega um að breytingarnar gildi um húsaleigusamning þeirra.

Pages