Front page

mánudagur, 8. febrúar 2016 - 12:45

Fram hefur komið að Isavia, sem m.a. sér um rekstur bílastæða við Leifsstöð, muni frá og með 1. apríl nk. hækka gjaldtöku mjög mikið, eða um allt að 117%. Isavia réttlætir þessa hækkun með fjölgun farþega. Væntanlega er þar átt við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands. Neytendasamtökin minna á að þeir sem nota þessi bílastæði eru ekki erlendir ferðamenn heldur Íslendingar.

mánudagur, 1. febrúar 2016 - 12:00

Ársskýrsla Neytendaaðstoðar Neytendasamtakanna fyrir árið 2015 er komin út. Á árinu bárust Neytendasamtökunum samtals 8.049 erindi sem er svipaður fjöldi og á árinu 2014. Flest erindi neytenda vörðuðu matvæli, tölvur, farsíma, fjármálafyrirtæki, símaþjónustu og heimilistæki. Í skýrslunni er að finna frekari tölfræði, t.a.m.

Föstudagur, 29. janúar 2016 - 11:15

Neytendasamtökunum berast oft fyrirspurnir vegna iðgjalda tryggingarfélaga. Það er algengt að neytendur hafi samband við árlega endurnýjun trygginga þeirra og vilji fá svör við því hvort iðgjaldið sé eðlilegt, en oft hækkar það töluvert á milli ára án útskýringa.

Miðvikudagur, 20. janúar 2016 - 10:15

ECC-netið aðstoðar neytendur sem lenda í vandræðum vegna viðskipta við seljendur frá öðrum löndum innan EES.

Pages