Front page

Fimmtudagur, 28. apríl 2016 - 14:00

BEUC (Evrópusamtök neytenda) sendu í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem lesa má um kröfur samtakanna vegna rangra og misvísandi upplýsinga bílaframleiðenda þegar kemur að útblæstri og eldsneytisnotkun bifreiða.

Miðvikudagur, 27. apríl 2016 - 16:15

Þegar leiguhúsnæði er selt á nauðungarsölu falla leigusamningar almennt úr gildi og getur það haft afar slæm áhrif á réttarstöðu viðkomandi leigutaka. Í raun og veru standa leigutakar þá berskjaldaðir og samningslausir gagnvart nýjum eiganda húsnæðisins.

Þriðjudagur, 19. apríl 2016 - 12:15

Samkvæmt upplýsingum ASÍ höfnuðu fjölmörg hjólabarðaverkstæði þátttöku í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ var að gera á dekkjaskiptum. Í frétt á heimasíðu ASÍ segir að margt bendi til að um samráð hafi verið að ræða hjá þeim sem höfnuðu þátttöku.

Þriðjudagur, 12. apríl 2016 - 15:30

Samkvæmt reglugerð er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til og með 31. október, nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Því fer að koma að því að bifreiðaeigendur þurfa að skipta yfir á óneglda hjólbarða.

Pages