Front page

Þriðjudagur, 1. september 2015 - 14:15

Langflestar fataverslanir hafa komið sér upp facebook síðu til að auglýsa varning sinn. Viðskiptavinir og notendur facebook geta þannig „líkað“ við síðuna og fylgst með nýjum sendingum og tilboðum.

Það er eftirtektarvert hversu margar verslanir birta myndir af fatnaði sem eru til sölu hjá þeim án þess að upplýsa um verð. Þegar slíkar myndir grípa athygli neytenda langar þeim oftast að vita hvað flíkin kostar og margir spyrja um verð í athugasemdarglugga, en verðupplýsingar koma þá eftir dúk og disk eða jafnvel ekki.

Fimmtudagur, 27. ágúst 2015 - 15:15

Á menningarnótt stóðu Neytendasamtökin fyrir opnu húsi með ýmsum viðburðum m.a. Leitin að besta neytandanum. Þátttakendur svöruðu misþungum spurningum og „besti neytandinn“ var síðan dreginn úr réttum svörum. Hann hlaut 10.000 krónur í verðlaun. Tveir aðrir þátttakendur fengu svo viðurkenningu sem „fyrirmyndarneytendur“ og þeir hlutu í verðlaun frítt árgjald fyrir árið 2016 í Neytendasamtökunum.

Fimmtudagur, 27. ágúst 2015 - 12:45

Þann 18. ágúst var sagt frá þremur birgjum sem hafa tilkynnt verðhækkanir í byrjun september. Nú hafa borist fréttir af fjórum birgjum til viðbótar sem tilkynnt hafa verðhækkanir.  Má ætla að allar þessar hækkanir komi við buddu neytenda hvort sem það er við innkaup eða í afborgunum á verðtryggðum lánum.

Eftirfarandi birgjar hafa því bæst við hópinn og hér má sjá hvernig vörur hækka og hvaða skýringar þeir gefa.
 

Miðvikudagur, 19. ágúst 2015 - 13:00

Neytendasamtökin gerðu markaðskönnun á sjónvörpum í lok júlímánaðar í tólf verslunum hér á landi. Neytendasamtökin hafa jafnframt skoðað upplýsingar á síðu dönsku neytendasamtakanna og borið saman við verð í Danmörku á 59 mismunandi sjónvarpstækjum. Þó nokkuð er um að verslanir hér á landi séu með sjónvörp á tilboðsverði en í þessum samanburði er borið saman svokallað venjulegt verð (fyrra verð) við verð sem fram kemur á heimasíðu dönsku neytendasamtakanna. Í þessum samanburði er miðað við sölugengi Seðlabankans á dönsku krónunni þann 18. ágúst sl. en þá kostaði danska krónan 19,7 kr.

Pages