Front page

Þriðjudagur, 30. júní 2015 - 18:00

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hefur á síðustu dögum borist fjöldi fyrirspurna og ábendinga vegna kaupa fyrirtækis á leiguíbúðum sem áður voru í eigu Íbúðarlánasjóðs. Fyrirtækið virðist í kjölfarið ætla að hækka leigu til núverandi leigjenda sem eru með gildandi leigusamninga, hvort sem þeir tímabundnir eða ótímabundnir.

Föstudagur, 26. júní 2015 - 12:30

Enn fjölgar tilkynningum frá birgjum um verðhækkanir m.a. vegna nýrra kjarasamninga og hækkunar á hráefni og annars kostnaðar. Neytendasamtökin hafa safnað þessum tilkynningum saman og birta töflu sem sýnir hækkanir frá birgjum til verslana frá 1. maí sl.

Nýjar upplýsingar um hækkanir eru eftirfarandi:

Sómi / Júmbó
Samlokur
Hækkun 4,9% frá 1. júlí
Ástæða: Hækkanir á hráefni auk launahækkana

Þriðjudagur, 23. júní 2015 - 10:45

Neytendasamtökin hafa fylgst með tilkynningum um verðhækkanir frá birgjum til seljenda, eins og sjá má í frétt frá 15. júní sl.  Síðan þá hafa samtökunum borist upplýsingar um hækkanir frá 4 birgjum til viðbótar:

Kökugerð HP
Flatkökur, skonsur og kleinur
Hækkun 8% frá og með 1. Júlí
Ástæða ? 

mánudagur, 15. júní 2015 - 14:00

Að undanförnu hefur borið talsvert á því að birgjar hafi hækkað verð á vörum sínum í heildsölu. Ástæður sem taldar eru upp eru ýmsar eins og hækkanir erlendis og hækkanir á almennum kostnaði, þar á meðal vegna nýgerðra kjarasamninga.

Neytendasamtökin hafa því ákveðið að birta lista yfir verðhækkanir sem hafa átt sér stað eftir 1. maí sl. Ef samtökunum berast upplýsingar um fleiri hækkanir munu þau bæta þeim á þennan lista.

Pages