Front page

Þriðjudagur, 24. nóvember 2015 - 12:45

Evrópska nýtnivikan verður haldin hátíðleg í Reykjavík dagana 23. – 29. nóvember (EWWR.eu). Þema vikunnar er að þessu sinni Afefnisvæðing – að gera meira fyrir minna.  Í tilefni þess deila Neytendasamtökin athyglisverðri lífsspeki Jose Mujica.

Föstudagur, 20. nóvember 2015 - 13:45

Dönsku neytendasamtökin Tænk gerðu nýlega rannsókn á þeim efnum sem finna má í rakvélablöðum. Rannsóknin tók til 27 tegunda af rakvélablöðum og kom í ljós að 11 þeirra innihéldu rotvarnarefnið BHT sem talið er hafa hormónaraskandi áhrif á líkamann.

Fimmtudagur, 19. nóvember 2015 - 13:45

Neytendasamtökunum barst ábending frá konu sem ofbauð verð á fæðubótarefni sem heitir Viteyes og á að gagnast við ellihrörnun í augnbotnum. Samtökin hafa áður fjallað um þetta fæðubótarefni í Neytendablaðinu (sjá PDF skjal undir frétt).

Viteyes – dýrt fæðubótarefni
Fimmtudagur, 12. nóvember 2015 - 14:45

Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar vegna auglýsinga þar sem vörur eru auglýstar ,,fríar“ ef keyptar eru aðrar vörur með. Að gefnu tilefni vilja samtökin koma á framfæri að óheimilt er að auglýsa með þeim hætti. Slíkar auglýsingar brjóta í bága við ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, og reglugerð nr. 160/2009 sem sett hefur verið með stoð í lögunum.

Pages