Front page

mánudagur, 26. september 2016 - 13:30

Þessa daganna er Neytendablaðið á leið í pósti til félagsmanna Neytendasamtakanna. Efni blaðsins er að venju afar fjölbreytt, en í nýjasta blaðinu má m.a. finna kynningu á frambjóðendum til stjórnar Neytendasamtakanna. Kosning til stjórnar fer fram á þingi samtakanna sem haldið verður hinn 22.

Fimmtudagur, 22. september 2016 - 11:15

Undanfarið hefur Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna fengið fjölmargar fyrirspurnir frá leigutökum vegna fyrirhugaðra hækkana á leiguverði af hálfu leigusala. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvenær leigusala er heimilt að hækka leiguverð og hvenær ekki. Ef húsaleigusamningur er í gildi þá getur leigusali ekki farið fram á að hækka leiguverðið nema með samþykki leigutaka.

Föstudagur, 16. september 2016 - 11:45

Það er um þetta leyti ársins sem algengt er að vátryggingar endurnýjist. Það hefur aukist töluvert á undanförnum árum að viðskiptavinir vátryggingafélaga séu í ,,pappírslausum viðskiptum", eins og það er kallað. Þá eru ekki lengur send yfirlit og greiðsluseðlar á heimili fólks, heldur eru þessi gögn nú að finna inni á lokuðu svæði hvers og eins viðskiptavinar hjá viðkomandi vátryggingafélagi.

Miðvikudagur, 31. ágúst 2016 - 13:30

Á þingi Neytendasamtakanna hinn 22. október nk. mun m.a. fara fram stjórnarkjör, en átján einstaklingar buðu sig fram til stjórnar samtakanna, og gengið hefur verið úr skugga um að þeir eru allir kjörgengir. Í næsta Neytendablaði, sem félagsmenn fá sent heim, er að finna kynningu á öllum frambjóðendum. Minnt er á að vilji félagsmenn mæta á þingið þurfa þeir að skrá sig með a.m.k.

Pages