Front page

Föstudagur, 10. febrúar 2017 - 14:45

Samkvæmt frétt á mbl.is stendur vilji Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til þess að finna leið sem bæði lækkar verð og styrkir neytendur þegar kemur að úthlutun innflutningskvóta landbúnaðarvara.

Þriðjudagur, 31. janúar 2017 - 9:45

Ársskýrsla Neytendaaðstoðar Neytendasamtakanna fyrir árið 2016 er komin út og er aðgengileg á heimasíðu samtakanna. Á árinu 2016 bárust samtökunum alls 8.320 erindi, sem er aukning frá árinu á undan. Flest erindi voru varðandi vátryggingar, viðskipti við fjármálafyrirtæki, þjónustu iðnaðarmanna, bifreiðar og farsíma en einnig voru erindi tengd ferðaþjónustu fjölmörg.

mánudagur, 30. janúar 2017 - 16:15

Fimmtudaginn 26. janúar sl. héldu Neytendasamtökin upp á 64 ára afmæli samtakanna. Þar var Jóhannes Gunnarsson útnefndur sem heiðursfélagi samtakanna. Það var samkvæmt ákvörðun stjórnar samtakanna á fyrsta fundi eftir að Jóhannes lét af embætti formanns á síðastliðnu hausti.

 

 

Föstudagur, 13. janúar 2017 - 12:45

Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar fyrir árið 2016 er komin út. Á árinu bárust Leigjendaaðstoðinni 2.159 erindi, sem var aukning um rúmlega 1% frá árinu á undan. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemina á árinu og upplýsingar um aðra þætti, eins og t.d. breytingar á húsaleigulögum sem tóku gildi á árinu.

Pages