Föstudagur, 23. júní 2017 - 18:15

Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með hörð viðbrögð neytenda og annarra við þeirri hugmynd að hefta frelsi neytenda til að nota löglegan gjaldmiðil með það að markmiði að sporna við ýmiskonar glæpum. Ef neytendur geta ekki notað seðla í löglegum viðskiptum þá þurfa þeir að greiða hærri upphæðir árlega fyrir þjónustu greiðslufyrirtækja.

mánudagur, 19. júní 2017 - 17:00

Nýtt Neytendablað er komið út stútfullt af áhugaverðu efni. Í blaðinu má meðal annars finna gæðakönnun á espressó-vélum og umfjöllum um ósanngjarna flugskilmála þar sem neytendum er meinað að fljúga seinni fluglegg hafi þeir ekki mætt í þann fyrri. Mál vegna leigufélaga eru farin að koma æ oftar inn á borð Neytendasamtakanna og er húsnæðismálaráðherra spurður út í stöðuna.

Fimmtudagur, 15. júní 2017 - 10:45

Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi. Engu máli skiptir fyrir íslenskan viðskiptavin Símans, Vodafone, Nova eða annarra fjarskiptafyrirtækja hvar í Evrópu hann notar snjallsímann sinn.

Miðvikudagur, 14. júní 2017 - 14:00

Evrópusamtök neytenda (BEUC) kalla eftir því að matvælaframleiðendur hætti að markaðssetja óhollustu til barna með því að nota teiknimyndapersónur og lukkudýr. Þetta á bæði við um auglýsingar og pakkningar. Flest matvæli sem auglýst eru með þessum hætti standast ekki þau næringarviðmið sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setur.

Þriðjudagur, 13. júní 2017 - 16:00

Í verðkönnun RÚV og ASÍ þar sem borið var saman verð matarkörfu í Costco, Bónus og Krónunni kemur í ljós að karfan er ódýrust í Bónus en dýrust í Costco.

Pages