mánudagur, 24. apríl 2017 - 9:30

Neytendasamtökin hafa alla tíð haft horn í síðu vistvænnar vottunar sem sett var á fót með reglugerð árið 1998. Töldu samtökin að merkið væri villandi enda fremur óljóst hver væri munurinn á því og hefðbundinni framleiðslu. Þá litu samtökin það ekki síður alvarlegum augum að hin nýja vistvæna vottun gæti grafið undan lífrænni vottun sem um gilda ríkar kröfur og alþjóðlegir staðlar.

Miðvikudagur, 19. apríl 2017 - 10:30

Eflaust vita fæstir hver er neytendamálaráðherra hverju sinni enda fer mjög lítið fyrir neytendamálunum innan stjórnsýslunnar. Við síðustu stjórnarskipti voru neytendamálin færð úr innanríkisráðuneytinu yfir í ráðuneyti ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunarmála og tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir við embætti ráðherra.

Miðvikudagur, 5. apríl 2017 - 14:30

Naskur viðskiptavinur á matsölustað rak augun í ofreiknað verð á kassastrimli, þ.e. misræmi á milli kostnaðarliða og samtölu. Nú er það eflaust sjaldnast þannig að fólk taki upp reiknivélina og leggi saman þær vörur sem strimillinn sýnir til að tryggja að heildarútkoman sé rétt – enda eiga þeir ekki að þurfa þess.

mánudagur, 3. apríl 2017 - 14:45

Neytendablaðið er komið út og er nú á leiðinni í pósti til félagsmanna Neytendasamtakanna. Blaðið er fjölbreytt að vanda en meðal efnis er viðtal við Jóhannes Gunnarsson sem hefur marga fjöruna sopið þegar neytendamálin eru annars vegar. Hann rifjar upp baráttuna sem oftar en ekki naut lítils skilnings hjá ráðamönnum.

Föstudagur, 17. mars 2017 - 13:15

Farsímanotkun milli landa Evrópu var lengi vel mjög dýr. Svo dýr reyndar að Evrópusambandið ákvað að grípa til sinna ráða því ljóst var að markaðurinn réð ekki við verkefnið. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu inniheimta þegar neytendur nota farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þak hefur farið stiglækkandi frá árinu 2007.

Pages