Front page

sunnudagur, 9. júlí 2017 - 14:15

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hefur öllu starfsfólki Neytendasamtakanna verið sagt upp í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu samtakanna. Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegns óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar.

Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 22:30

Stjórn samtakanna boðar til félagsfundar þann 17. ágúst n.k. þar sem verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 11:30

Merkingar á efnavörum sem innihalda hættuleg efni eða efnablöndur hafa tekið breytingum. Í stað gömlu varúðarmerkinganna á appelsínugulum grunni eru nú komnar nýjar merkingar; tígullaga merki á hvítum grunni.

Þriðjudagur, 4. júlí 2017 - 10:30

Framboð á svokölluðu „whitening“ tannkremi hefur aukist mikið enda slá fæstir hendinni á móti bjartara brosi. Evrópsk neytendasamtök gerðu nýlega gæðakönnun á tannkremstegundum sem lofa hvítari tönnum og hægt er að kaupa í verslunum. Það er skemmst frá því að segja að engin tegund stendur undir nafni.

Pages