Front page

Þriðjudagur, 29. nóvember 2016 - 19:00

Formaður Neytendasamtakanna átti í dag fund með formanni Bændasamtakanna þar sem meðal annars var rætt um þær upplýsingar um meðferð dýra og blekkingar til neytenda sem upplýst var um í Kastljósi RÚV í gærkvöldi. Neytendasamtökin og Bændasamtökin eru á einu máli um að það er með öllu óviðunandi að ekki sé gætt að góðum og heilnæmum aðbúnaði dýra við matvælaframleiðslu.

Föstudagur, 25. nóvember 2016 - 17:00

Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna hélt ræðu á SFF-deginum, ráðstefnu Samtaka fjármálafyrirtækja sem haldin var sl. miðvikudag. Að þessu sinni var dagurinn helgaður neytendavernd á fjármálamarkaði og þeim breytingum sem hafa átt sér stað á undanförnum misserum.

Föstudagur, 18. nóvember 2016 - 17:15

Neytendasamtökin hafa á síðustu dögum átt í viðræðum við bankastofnanir, fjarskiptafyrirtæki og fyrirtækið Auðkenni vegna gjaldtöku á rafrænum skilríkjum. Að mati Neytendasamtakanna fellur óverulegur kostnaður til hjá fjarskiptafyrirtækjum vegna notkunar neytenda á rafrænum skilríkjum og engar efnislegar forsendur standa til þess að láta neytendur greiða fyrir þá notkun.

Miðvikudagur, 16. nóvember 2016 - 10:00

Neytendasamtökin óska eftir því að félagsmenn sem tóku húsnæðislán á tímabilinu 1. mars 2016 til 1. október 2016 hafi samband við samtökin vegna úttektar sem er í vinnslu í tengslum við rangan útreikning Hagstofu Íslands.

Pages