Front page

mánudagur, 24. október 2016 - 17:45

Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var 22. október sl. var ný stjórn samtakanna kjörin. Jóhannes Gunnarsson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs og lét því af störfum eftir langt og farsælt starf í þágu samtakanna. Fimm einstaklingar buðu sig fram til formanns.

Föstudagur, 21. október 2016 - 15:15

Ágætu félagar.

Þing Neytendasamtakanna verður haldið laugardaginn 22. október kl. 10:00 stundvíslega. Skráning þingfulltrúa hefst kl. 09:30. Þingið verður haldið í Borgartúni 6, 4. hæð (Rúgbrauðsgerðin). Áætlað er að þinginu ljúki kl. 16:30.

Föstudagur, 21. október 2016 - 10:15

Vegna undirbúnings fyrir þing Neytendasamtakanna, sem verður haldið laugardaginn 22. október nk., verður skrifstofa Neytendasamtakanna lokuð eftir hádegi í dag (föstudaginn 21. október) og lokar því klukkan 12:00. 

 

Fimmtudagur, 20. október 2016 - 17:00

Þing Neytendasamtakanna 2016 verður haldið 22. október nk. í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 101 Reykjavík og hefst það klukkan 10:00 stundvíslega (skráning þingfulltrúa hefst kl. 09:30).

Pages