Front page

Miðvikudagur, 15. mars 2017 - 16:45

Varað hefur verið við tölvupóstskeytum sem eru látin líta út fyrir að koma frá þekktum íslenskum fyrirtækjum. Um er að ræða svikapósta þar sem viðtakandi er blekktur til að ýta á tengil, skrá sig inn með lykilorði og notendanafni eða jafnvel að slá inn kreditkortaupplýsingar sínar.

Miðvikudagur, 15. mars 2017 - 11:00

Neytendasamtök um allan heim taka höndum saman 15. mars á ári hverju.  Í ár er sjónum beint að öryggi neytenda í hinum stafræna heimi #BetterDigitalWorld.

Föstudagur, 10. febrúar 2017 - 14:45

Samkvæmt frétt á mbl.is stendur vilji Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til þess að finna leið sem bæði lækkar verð og styrkir neytendur þegar kemur að úthlutun innflutningskvóta landbúnaðarvara.

Þriðjudagur, 31. janúar 2017 - 9:45

Ársskýrsla Neytendaaðstoðar Neytendasamtakanna fyrir árið 2016 er komin út og er aðgengileg á heimasíðu samtakanna. Á árinu 2016 bárust samtökunum alls 8.320 erindi, sem er aukning frá árinu á undan. Flest erindi voru varðandi vátryggingar, viðskipti við fjármálafyrirtæki, þjónustu iðnaðarmanna, bifreiðar og farsíma en einnig voru erindi tengd ferðaþjónustu fjölmörg.

Pages